Meðferðir

 

DETOXYGENE TREATMENT

Hentar öllum húðgerðum en sérstaklega þeim sem þurfa á meiri hreinsun að halda út frá umhverfismengun og lífstíl. Tilvalin andlitsmeðferð Detoxandi fyrir húðina og eykur súrefnisupptöku húðar. Það er notast við djúphreinsun, hreinsandi maska og súrefnismettandi nudd í lokinn.


HYDRADERMIE

Hydradermie er einstök djúphreinsi og rakameðferð fyrir andlit, augu, háls og bringu. Í meðferðinni er verið að örva efnaskipti húðar og leiða til örari endurnýjunar á frumum. Þannig verður húðin þéttari og fær fallega áferð. Ásamt því að veita húðinni raka dýpra til neðri húðlaga þá er alltaf aðlagað meðferðina við hvern og einn viðskiptavin til að ná sem bestum árangri og notast þá við að laga ástand húðar hvort sem það er gegn aldursbreytingum, gegn litablettum eða gefa húðinni meiri raka.


HYDRADERMIE LIFT

Hydradermie Lift er lyftandi og mótandi fyrir andlit og háls. Með því að þjálfa andlitsvöðvana til þess að endurheimta fyllingu og fyrri stinnleika fyrir vöðvana og húðina. Meðferðin byggist á vöðva- og sogæðaörvun. Aukin efnaskipti verða í húðinni sem stuðlar að betri frumustarfsemi og örvar endurnýjun á teygju- og styrktarþráðum húðar sem eru kollagen og elastínþræðir. Með því að koma í Hydradermie Lift er hægt að vinna gegn ótímabærri öldrun og viðhalda heilbrigði húðar. Húðin verður frísklegri ásamt því að línur/hrukkur í andlitinu eru lágmarkaðar í meðferðinni.


Lift Summum

Lyftandi og stinnandi meðferð fyrir húðina þar sem unnið er á andliti, háls og bringu. Hentar öllum húðgerðum og sérstaklega þeim sem eru eldri en 30 ára til þess að byrja fyrirbyggja og koma á móts við öldrunar einkenni húðar. Byrjað er á að djúphreinsa húðina með kornakremi þar sem dauðar húðfrumur eru fjarlægðar af yfirborði húðar og húðin verður í kjölfarið mýkri og móttækilegri fyrir virkum efnum. 15 mínútna nudd og maski. Maskinn er borinn á andlit og alveg niður háls og á bringuna. Til þess að ná sjáanlegum árangri er mælt með því að koma í 3 skipti með 1-2 vikna millibili.

Hydra Peel ávaxtasýrumeðferð

Hentar fyrir allar húðgerðir til þess að auka húðflögnun og frumuendurnýjun. Það sem sýrumeðferðin gerir fyrir húðina er að fyrirbyggja og draga úr litabreytingum, hrukkum og línum. Örva endurnýjun húðar og þannig er hægt að vinna á húðkvillum t.d. akni, grynnri örum, húðþurrki og bólum. Sýrumeðferðin hentar öllum aldurshópum og mælt er með því að koma 1x í viku í 3 vikur til þess að ná sem bestum árangri.


HÚÐHREINSUN

Húðin er hreinsuð með hreinsimjólk/hreinsifroðu og andlitsvatni. Notað er djúphreinsikrem til þess að fjarlægja dauðar húðfrumur af yfirborði húðar. Það er notast við gufu til þess að hita húðina örlítið til þess að húðholur opnist og auðveldara sé að ná upp óhreinindum t.d. fílapenslum. Eftir að húðin er hreinsuð er notað maska sem er valinn út frá húðgerð og sem besta valkost út frá húð viðskiptavinarins.


NUDD OG MASKI

Byrjað er á að hreinsa húðina með hreinsimjólk/hreinsifroðu og andlitsvatni. Notað er djúphreinsikrem sem fjarlægir dauðarhúðfrumur af yfirborði húðar í þeim tilgangi að fá betri virkni frá maska, serum og kremi sem er notast við eftir hreinsunina. Slakandi nudd á andliti, bringu, herðar og niður handleggi ásamt höfuðnuddi. Eftir nuddið er notað maska sem er ákveðinn út frá húðgerð viðskiptavinar. Meðferðin tekur 60 mín.


HÚÐSLÍPUN- ULTRA PEPITA

Í húðslípun eru notaðir örsmáir kristallar til þess að fjarlægja dauðar húðfrumur af yfirborði húðar. Það eykur húðflögnun, örvar vessakerfið og gróandinn í húðinni verður meiri og betri. Húðslípun hefur áhrif á fínar línur og hrukkur þar sem greiðari leið er fyrir virk efni að komast niður til húðar og hafa þannig áhrif á kollagen og elastín sem eru teygju- og styrktarþræðir húðarinnar. Húðslípun er mjög góður valkostur fyrir grófa og eldri húðgerðir. Til þess að ná sem bestum árangri er mælt með að koma í nokkur skipti yfir árið allt frá 5-12 sinnum. Eftir að slípun er lokið sem tekur u.þ.b 20 mínútur þá er notað ampúlu sem inniheldur virk efni t.d. sjávar kollagen eða hyaluronic acid til þess að ná sem bestum árangri.


LITUN OG PLOKKUN / VAX

Litun á augnhár og augabrúnir þar sem litaval er ákveðið í sameiningu og samkvæmt faglegu mati snyrtifræðings. Brúnir mótaðar með plokkun og/eða vaxi.


FÓTSNYRTING

Byrjað á notalegu fótabaði. Hörð húð fjarlægð, neglur klipptar, mótaðar og naglabönd snyrt. Gott fótanudd og naglalakk ef óskað er. Einnig er hægt að bæta við kornamaska. Ráðleggingar um val á fótakremi.


FÓTAAÐGERÐ

Starf fótaðgerðafræðings felst í faglegri ráðgjöf um umhirðu fóta og val á skófatnaði. Meðhöndlun á harðri húð, siggi, líkþornum, hörðum og sprungnum hælum, þykkum nöglum, spangameðferð á niðurgrónar neglur sem veldur ekki sársauka. Sykursjúkir ættu sérstaklega að leita ráðaleggingar hjá fótaaðgerðfræðingi vegna fylgikvilla sjúkdóms síns.


HANDSNYRTING

Hendur settar í handabað, neglur klipptar og mótaðar með þjölun. Naglabönd eru snyrt og hendur nuddaðar. Kornamaski er val ef húð á höndum er mjög þurr. Val á naglalakki og ráðleggingar varðandi daglega umhirðu handa.


LÍKAMSNUDD

Slökunarnudd á líkamann. Dásamlegt dekur í amstri dagsins.


VAXMEÐFERÐ

Með vaxi er hægt að fjarlægja hár af andliti og líkama. Notast er við rúlluvax og pottavax.